Ávinningur af bólusetningu

Bóluefni hafa bjargað milljónum mannslífa í Evrópu og um allan heim. Víðtæk bólusetning hefur hjálpað til við að útrýma bólusótt og lömunarveiki frá Evrópu og gert það að verkum að áður algengir sjúkdómar verða sjaldgæfir. 

Með því að fá bólusetningu er fólk varið gegn alvarlegum veikindum og stundum dauða, sem og gegn sjúkdómum sem hægt er koma í veg fyrir með bóluefni. Bólusetning verndar einnig gegn útbreiðslu þessara sjúkdóma meðal fjölskyldumeðlima, vina, samstarfsmanna, bekkjarfélaga og samfélagsins

Bólusetning er talin ein hagkvæmasta lýðheilsuaðgerðin þar sem hún kemur í veg fyrir kostnað sem fylgir meðhöndlun og umönnun fólks sem veikist.

Þegar fólk í þýði er bólusett gegn smitsjúkdómi verða mun minni líkur á að hann dreifist á milli manna. Þetta verndar gegn uppkomu sjúkdóma og, þegar nógu margir verða ónæmir, getur það myndað „samfélagslegt ónæmi“ eða „hjarðarónæmi“. Þetta hjálpar ekki aðeins til við að vernda þá sem eru bólusettir heldur einnig, óbeint, þá sem eru viðkvæmari fyrir sjúkdómum. Ung börn, aldraðir, fólk með veikt ónæmiskerfi, krabbameinssjúklingar og fólk sem ekki er hægt að bólusetja af læknisfræðilegum ástæðum eru öll í hættu þegar sjúkdómar fara að breiðast út um samfélög, þannig að bólusetning getur hjálpað þeim líka. 

Hversu smitandi eru mismunandi sjúkdómar?

Measles infection spreading

Mislingar

12-18 manns 

Einn einstaklingur með mislinga getur smitað 12-18 manns.

Mumps infection spreading

Hettusótt

4-7 manns

Einn einstaklingur með hettusótt getur smitað 4-7 manns.

Whooping cough infection spreading

Kíghósti

12-17 manns 

Einn einstaklingur með kíghósta getur smitað 12-17 manns.

Diphtheria or Rubella infection spreading

Barnaveiki/Rauðir hundar

6-7 manns

Einn einstaklingur með barnaveiki eða rauða hunda getur smitað 6-7 manns.

Flu infection spreading

Inflúensa

1-4 manns

Einn einstaklingur með inflúensu getur smitað 1-4 einstaklinga.

Fyrir suma smitsjúkdóma getur fólk ekki treyst á samfélagslegt ónæmi. Stífkrampi er eitt dæmi, þar sem sjúkdómurinn getur þróast vegna algengra meiðsla eins og skurðar, skráma og hund- eða kattarbits. Bólusetning er eina leiðin til að tryggja vernd gegn stífkrampa.

Ólíkt meðferð sem gefin er til að lækna hefðbundna sjúkdóma eru bóluefni venjulega gefin heilbrigðu fólki til að koma í veg fyrir að þau veikist. Þrátt fyrir að langtímaávinningurinn af því að láta bólusetja sig sé kannski ekki strax augljós, en ef fólk hætti að láta bólusetja sig, gætu margir af þeim sjúkdómum sem eru orðnir mjög sjaldgæfir í dag þökk sé bólusetningu, snúið aftur.