COVID-19

Man getting a mouth swab to test for COVID-19

COVID-19 faraldurinn hefur valdið mannskaða, alvarlegum veikindum og félagslegri og efnahagslegri röskun yfir allt Evrópusambandið (ESB) og um allan heim. Örugg og skilvirk bóluefni gegn COVID-19 geta varið einstaklinga gegn því að verða veikir, sérstaklega heilbrigðisstarfsfólk og viðkvæma hópa, eins og eldra fólk og fólk með langvinna sjúkdóma.

Evrópskt samráð

Framkvæmdastjórn og stofnanir ESB hafa stutt við hraðaða rannsókn og þróun á bóluefnum gegn COVID-19.

Með er tryggt að þessi bóluefni séu fáanleg eins fljótt og mögulegt er, um leið og öryggi og skilvirkni þeirra hafa verið sannreynd.

Áætlun ESB fyrir bóluefni gegn COVID-19 sem hleypt hefur verið af stokkunum af Framkvæmdastjórn ESB:

  • tryggir mikil gæði, öryggi og skilvirkni bóluefna gegn COVID-19;
  • tryggir fljótan aðgang að þessum bóluefnum fyrir aðildarríki og íbúa þeirra.

Þessi stefna endurspeglar alþjóðlega samstöðuátakið sem mun tryggja sanngjarnan aðgang að bóluefnum á viðráðanlegu verði.

Framkvæmdastjórn ESB hefur einnig sett fram lykilatriði viðbúnaðar fyrir aðildarríki til athugunar fyrir COVID-19 bólusetningaráætlanir sínar. Fyrir nánari upplýsingar sjá Viðbúnaður fyrir COVID-19 bólusetningaráætlanir og þróun bóluefnis.

 

Fyrir meiri almennar upplýsingar um bólusetningu sjá:

COVID-19 bóluefni

Fáðu frekari upplýsingar um hvernig COVID-19 bóluefni virka, þróun þeirra og samþykki og hvernig fylgst er með öryggi þeirra.

COVID-19

Helstu staðreyndir um COVID-19, einkenni, fylgikvilla, langtíma COVID-19, hvernig sjúkdómurinn dreifist og áhættuþætti.