ESB ber ábyrgð á því að örugg og skilvirk bóluefni gegn COVID-19 berist almenningi innan ESB/EES. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins heimilaði fyrsta COVID-19 bóluefnið 21. desember 2020, eftir mat Lyfjastofnunar Evrópu (e. European Medicines Agency - EMA) og samráð við aðildarríki ESB.
Hvernig COVID-19 bóluefni virkar
COVID-19 bóluefni koma í veg fyrir COVID-19 með því að virkja ónæmisviðbrögð.
Flest COVID-19 bóluefni virkja þessi ónæmisviðbrögð gegn örlitlu broti af SARS-CoV-2. SARS-CoV-2 er veiran sem veldur COVID-19 sjúkdómnum.
Ef einstaklingur sem hefur fengið COVID-19 bóluefni smitast af vírusnum síðar meir þekkir ónæmiskerfið veiruna.
Vegna þess að það er þegar tilbúið til að ráðast á veiruna þá mun ónæmiskerfi þessa einstaklings vernda hann gegn COVID-19 sjúkdóminum.
Sjá meiri upplýsingar á Hvenig virkar bóluefni.
Þróun og samþykki COVID-19 bóluefna
COVID-19 bóluefni eru þróuð samkvæmt sömu lagalegu skilyrðunum um gæði, öryggi og verkun eins og öll önnur bóluefni.
Eins og með öll bóluefni þá eru áhrif COVID-19 bóluefna prófuð fyrst á rannsóknarstofunni, þar með talið í dýrum og síðan í mönnum sem eru sjálfboðaliðar.
Lyfjastofnun Evrópu (EMA) leggur mat á COVID-19 bóluefni með því að nota sömu háu gæðakröfurnar og fyrir öll önnur bóluefni áður en hægt er að setja þau í notkun. Lesið meira um Samþykki bóluefna í Evrópusambandinu.
Það sem er frábrugðið við COVID-19 bóluefni er að þróun og samþykki gerast miklu hraðari vegna neyðarástandsins sem skapast hefur varðandi lýðheilsu af völdum veirunnar.
EMA metur hágæða umsóknir frá fyrirtækjum sem þróa COVID-19 bóluefni á stysta mögulega tíma, meðan tryggt er að ákvarðanir stofnunarinnar byggist áfram á traustum grunni. Stofnunin gerir þetta með því að:
- veita þróunaraðilum COVID-19 bóluefna leiðbeiningar til hjálpar við undirbúning umsóknar um samþykki;
- að nota skjótar endurskoðunaraðferðir;
- leggja mat á lykilupplýsingar varðandi COVID-19 bóluefni um leið og þær eru fáanlegar.
Eftirlit með öryggi og virkni COVID-19 bóluefnis
ESB hefur stöðugt eftirlit með öryggi og virkni COVID-19 bóluefna.
EMA fylgist með aukaverkunum þessara bóluefna, eins og stofnunin gerir hjá öllum bóluefnum.
Samhliða þessu fylgist Sóttvarnarstofnun Evrópu (e. European Centre for Disease Prevention and Control - ECDC) náið með virkni COVID-19 bóluefnanna.
Þetta gerir ESB kleift að greina og meta strax nýjar upplýsingar sem koma fram um ávinning og öryggi COVID-19 bóluefna. Þetta mun tryggja að möguleg áhætta sé uppgötvuð og henni stjórnað eins fljótt og auðið er: sjá Eftirlit með öryggi bóluefnis og tilkynningar um aukaverkanir.
Frekari upplýsingar
- Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins:Viðbrögð við kórónaveiru (EN)
- Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins:Áætlun ESB fyrir COVID-19 bóluefni (EN)
- Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins:Viðbúnaður fyrir COVID-19 bólusetningaraðferðir og dreifingu bóluefnis (EN)
- Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins:Hvernig eru bóluefni þróuð, heimiluð og sett á markað? (EN)
- ECDC: Questions and answers on COVID-19 vaccination in the EU (EN)
- ECDC: Vaccine Tracker (EN)
- EMA:Meðferðir og bóluefni við COVID-19 (EN)
- EMA:COVID-19 bóluefni: Lykilstaðreyndir (EN)
- EMA:COVID-19 bóluefni: Þróun, mat, samþykki og eftirlit (EN)
Bóluefni leyfð til notkunar í Evrópusambandinu
Comirnaty (BioNTech/Pfizer)
Comirnaty contains a molecule called messenger RNA (mRNA) with instructions for producing a protein from SARS-CoV-2, the virus that causes COVID-19.
COVID-19 Vaccine Janssen
COVID-19 Vaccine Janssen is made up of another virus (of the adenovirus family) that has been modified to contain the gene for making a protein found on SARS-CoV-2.
Nuvaxovid (Novavax)
Nuvaxovid contains a version of a protein found on the surface of SARS-CoV-2 (the spike protein), which has been produced in the laboratory.
COVID-19 Vaccine Moderna
COVID-19 Vaccine Moderna contains a molecule called messenger RNA (mRNA) with instructions for producing a protein from SARS-CoV-2, the virus that causes COVID-19.
Vaxzevria (AstraZeneca)
COVID-19 Vaccine Vaxzevria is made up of another virus (of the adenovirus family) that has been modified to contain the gene for making a protein from SARS-CoV-2.
Tengt efni
COVID-19 staðreyndir
Helstu staðreyndir um COVID-19, einkenni, fylgikvilla, langtíma COVID-19, hvernig sjúkdómurinn dreifist og áhættuþætti.
Data
Infographic: How protein-based vaccines work against COVID-19
This infographic explains how protein-based vaccines work against COVID-19.
Data
Upplýsingamynd - Veiruferjubóluefni gegn COVID-19: hvernig þau virka
Þessi upplýsingamynd veitir upplýsingar um hvernig veiruferjubóluefni virka.
Data
Upplýsingamynd: Hvernig mRNA bóluefni verndar þig gegn COVID-19
Þessi upplýsingamynd veitir upplýsingar um hvernig mRNA bóluefni virka.
Data
Upplýsingamynd - COVID-19: Samræming ESB fyrir örugga og árangursríka bólusetningu (EN)
Hvernig er fylgst með COVID-19 bóluefnum til samþykktar?