Hvenig virkar bóluefni

Hver vírus og baktería kallar fram einstaka svörun í ónæmiskerfinu sem nær yfir tiltekið mengi frumna í blóði, í beinmergnum og um allan líkamann, kallaðir T-frumur, B-frumur, meðal annarra

Bóluefni örvar ónæmissvörun og „minni“ líkamans við ákveðin sjúkdóm án þess að valda sjúkdómnum.

Flest bóluefni innihalda mjög veikt eða óvirkt (drepið) form af veirunni eða bakteríunni sem venjulega veldur sjúkdómi, eða lítinn hluta af veirunni eða bakteríunni. Þetta er kallað mótefnavaki.

Þegar einstaklingi er gefið bóluefnið, skynjar ónæmiskerfi þeirra mótefnavakann sem „framandi“. Það virkjar frumur ónæmiskerfisins svo að þær drepa veiruna eða bakteríuna, sem veldur sjúkdómnum, og myndar mótefni gegn þeim. Mótefni eru sérstök prótein sem hjálpa til við að drepa veiruna eða bakteríuna.

Seinna, ef viðkomandi kemst í snertingu við hinn raunverulega smitandi vírus eða bakteríu, mun ónæmiskerfi þeirra 'muna' eftir því. Hann mun síðan fljótt framleiða rétt mótefni og virkja réttu ónæmisfrumurnar til að drepa vírusinn eða bakteríuna, og vernda viðkomandi fyrir sjúkdómnum.

Ónæmi varir venjulega í mörg ár og er stundum ævilangt. Tíminn er breytilegur eftir sjúkdómum og eftir bóluefni.

Ónæmi með bólusetningu verndar ekki aðeins bólusettan einstakling heldur verndar líka óbólusett fólk í samfélaginu, svo sem ungabörn sem eru of ung til að fá bólusetningu. Þetta „samfélagslega ónæmi“ getur aðeins virkað ef nægilega mikið af fólki er bólusett.

Aftur á móti getur einstaklingur sem verður ónæmur eftir að hafa fengið sjúkdóminn útsett aðra óbólusettu fyrir sjúkdómnum. Viðkomandi á einnig í hættu að fá fylgikvilla.

How vaccines work
1. Mótefnavaki 2. Mótefni 3. Ónæmissvörun

Sum nýrri bóluefni innihalda ekki mótefnavaka. Þess í stað innihalda þau ‘leiðbeiningar’ sem segja frumum líkamans hvernig eigi að búa til mótefnavaka sem er eins og lítill hluti af raunverulegri veiru.

Þessar leiðbeiningar geta verið:

  • mRNA í mRNA bóluefni; eða
  • breytt, skaðlaus veira í veiru-vektor bóluefni.

Þegar einstaklingi er gefið mRNA eða veiru-vektor bóluefni lesa sumar frumurnar leiðbeiningarnar. Þessar frumur framleiða síðan mótefni í skamma stund áður en þær brjóta niður mRNA-efnið eða skaðalausu veiruna.

Ónæmiskerfi einstaklingsins skynjar þá mótefnið sem ‘framandi’ og virkjar ónæmisfrumur og myndar mótefni.

Sum COVID-19 bóluefni virka þannig að þau nota mRNA eða breytta veiru. Af þeim COVID-19 bóluefnunum sem heimiluð eru í ESB frá og með mars 2021 eru Cominarty og Moderna mRNA bóluefni en Vaxzevria (áður AstraZeneca COVID-19 bóluefni) og Janssen eru veiru-vektor bóluefni.

Page last updated 17 Feb 2021